Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 765

Málsnúmer 1611019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 349. fundur - 14.12.2016

Fundargerð 765. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 349. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Vísað til byggðarráðs frá 30. fundi veitunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá vatnsveitu frá og með 1. janúar 2017. Jafnframt leggur veitunefnd til að gjaldskrá hitaveitu hækki ekki og verði óbreytt frá árinu 2016.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 9 á dagskrá fundarins, Gjaldskrá 2017 - Skagafjarðarveitur. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Vísað til byggðarráðs frá 123. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 á dagskrá fundarins, Brunavarnir Skagafjarðar - Gjaldskrá 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Vísað til byggðarráðs frá 123. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna frá og með 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 á dagskrá fundarins, Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Vísað til byggðarráðs frá 294. fundi skipulags- og byggingarnefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá byggingarfullltrúa frá og með 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 á dagskrá fundarins, Gjaldskrá byggingafulltrúa v. 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Vísað til byggðarráðs frá 294. fundi skipulags- og byggingarnefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá skipulagsfullltrúa frá og með 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 765. fundar byggðarráðs staðfest á 349. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Lögð fram tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2017:

    Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
    Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
    Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
    Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
    Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
    Leiga beitarlands 0,50 kr./m2
    Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2
    Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2

    Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2017 til 1. október 2017. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 24.500 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2017. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2017, séu þau jöfn eða umfram 24.500 kr.
    Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is

    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 á dagskrá fundarins, Gjaldskrá fasteignagjalda 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2017, sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði eftirfarandi.

    4. grein verður svo hljóðandi:
    Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 58.000 kr. á árinu 2017. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2015. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 29.000 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2016 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

    5.gr. verði eftirfarandi:
    Tekjumörk eru sem hér segir:
    Fyrir einstaklinga:
    a) með tekjur allt að 3.142.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
    b) með tekjur yfir 4.238.000 kr. enginn afsláttur.

    Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
    a) með tekjur allt að 4.238.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
    b) með tekjur yfir 5.739.000 kr. enginn afsláttur.

    Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 á dagskrá fundarins, Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Byggðarráð samþykkir að reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 á árinu 2017 verði óbreyttar frá árinu 2016 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 á dagskrá fundarins, Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. nóvember 2016 þar sem Fellssókn sækir um framlag frá sveitarfélaginu vegna væntanlegra framkvæmda við lagfæringu á girðingu í kringum kirkjugarðinn við Fellskirkju. Vísað er til viðmiðunarreglna Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira frá 1. júlí 2015.
    Byggðarráð samþykkir erindið og vísar því til til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 765. fundar byggðarráðs staðfest á 349. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Vinnufundur vegna gerðar fjárhagsáætlunar. Á fundinn komu formenn nefnda, nefndarmenn, sviðsstjórar og starfsmenn til viðræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 765. fundar byggðarráðs staðfest á 349. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 23. september 2017. Bókun fundar Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 23. september 2017, lögð fram til kynningar á 349. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2016.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar stjórnar SSNV frá 8. nóvember 2016. Bókun fundar Fundargerð 11. fundar stjórnar SSNV frá 8. nóvember 20106 lögð fram til kynningar á 349. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2016,
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Lagðir fram til kynningar ársreikningar Mótunar ehf. fyrir árin 2013, 2014 og 2015. Bókun fundar Ársreikningar Mótunar ehf. fyrir árin 2013, 2014 og 2015 lagðir fram til kynningar á 349. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2016
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. nóvember 2016 frá velferðarráðuneytinu varðandi framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða. Hvetur ráðuneytið sveitarfélögin til þess að tryggja nægjanlegt framboð af lóðum til nýbygginga svo mæta megi þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Bókun fundar Afgreiðsla 765. fundar byggðarráðs staðfest á 349. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 765 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 16. nóvember 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi sölu á jörðinni Langhús, landnúmer 146848. Seljendur eru Þorlákur Magnús Sigurbjörnsson, kt. 020173-3789 og Arnþrúður Heimisdóttir, kt. 060971-3909. Kaupandi er Brynjar Sindri Sigurðsson, kt. 061272-4969. Bókun fundar Afgreiðsla 765. fundar byggðarráðs staðfest á 349. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2016 með níu atkvæðum.