Fara í efni

Hvatapeningar 2017

Málsnúmer 1611114

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 237. fundur - 15.11.2016

Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti skráningarkerfið Nóri sem heldur utan um skráningar barna í íþróttir og tómstundir í sveitarfélaginu og lagði til að það verði tekið upp í stað núverandi kerfis. Jafnframt verði kerfið Hvati tekið upp en það kerfi heldur utan um hvatapeninga sem börnum og ungmennum stendur til boða sem stunda íþróttir, tómstundir og tónlistarnám. Tillagan samþykkt. Jafnframt var lagt til að reglum um hvatapeninga verði breytt til samræmis við nýtt kerfi. Tillaga að breytingum á reglum um hvatapeninga verður lögð fyrir næsta fund.