Byggðarráð Skagafjarðar - 769
Málsnúmer 1612012F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 350. fundur - 18.01.2017
Fundargerð 769. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Lagt fram bréf dagsett 7. desember 2016 frá Landssamtökunum Þroskahjálp varðandi húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki. Hvetja Landssamtökin Þroskahjálp stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2016 frá Hafnasambandi Íslands varðandi mikla skerðingu á fjárframlögum til hafnaframkvæmda árið 2017 í frumvarpi til fjárlaga 2017.
Byggðarráð hefur miklar áhyggjur af skerðingu fjármagns til hafnaframvæmda 2017 og tekur undir bókun Hafnasambands Íslands sem er svohljóðandi: "Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 mkr.í hafnabótasjóð, sem er 400 mkr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegar gert ráð fyrir 1.158 mkr. í hafnabótasjóð.
Á nýliðnu hafnasambandsþingi sem haldið var 13.-14. október s.l. var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsis að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu." Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Málið áður á dagskrá 768. fundar byggðarráðs. Samþykkt var þá að gera Þreksporti ehf. gagntilboð sem fyrirtækið hefur gengið að. Söluverð fasteignarinnar er 48 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá samningum um söluna. Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. desember 2016 frá nefndasviði Alþingis þar sem efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins). 6. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur áherslu á að sem mest sátt náist um frumvarpið og það verði samþykkt á Alþingi fyrir næstu áramót. Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 6. desember 2016. Bókun fundar Fundargerð stjórnar SSNV frá 6. desember 2016 lögð fram til kynningar á 350. fundi sveitarstjórnar 18.janúar 2016