Fara í efni

Reglur um húsnæðismál - breyting 2017

Málsnúmer 1612047

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 767. fundur - 08.12.2016

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Gerð er tillaga um að breyta 4. grein reglnanna þannig að leiguverð fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins verður 1.200 kr./m2 miðað við 1. janúar 2017 og önnur gildi hækki um 15% frá því sem nú er.



Vegna nýrra laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016, breytinga á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og nýrra laga nr. 52/2016 lög um almennar íbúðir, þarf að endurskoða í heild sinni reglur um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði.



Byggðarráð samþykkir tillögu um breytingu á 4. grein reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði og felur jafnframt sveitarstjóra að vinna drög að breytingu á reglunum í heild sinni með tilliti til breytinga á lögum og reglugerðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 349. fundur - 14.12.2016

Visað til afgreiðslu sveitarstjórnar, frá 767. fundi byggðaráðs þann 8. desember 2016, þannig bókað:



Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Gerð er tillaga um að breyta 4. grein reglnanna þannig að leiguverð fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins verður 1.200 kr./m2 miðað við 1. janúar 2017 og önnur gildi hækki um 15% frá því sem nú er.



Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.