Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Borgarflöt 1 - sala
Málsnúmer 1610321Vakta málsnúmer
2.Dagdvöl aldraðra sept 2016
Málsnúmer 1609235Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um breytingu á 3. gr. reglna um Dagdvöl aldraðra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Greinin var orðuð svo: „Notendur Dagdvalar greiða daggjald fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og ákvörðunum sveitarstjórar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.“
Gerð er tillaga um að greinin verði svohljóðandi:
„Notendur Dagdvalar greiða daggjald fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og árlegum ákvörðunum sveitarstjórar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gjaldskrá. Notandi sem ekki nýtir rými sitt í Dagdvöl greiðir daggjald að frádregnu fæðisgjaldi enda óski hann eftir að halda plássinu.“
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Gerð er tillaga um að greinin verði svohljóðandi:
„Notendur Dagdvalar greiða daggjald fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og árlegum ákvörðunum sveitarstjórar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gjaldskrá. Notandi sem ekki nýtir rými sitt í Dagdvöl greiðir daggjald að frádregnu fæðisgjaldi enda óski hann eftir að halda plássinu.“
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
3.Gjaldskrá 2017 Dagdvöl aldraðra
Málsnúmer 1611106Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2017 sem samþykkt var á 764. fundi byggðarráðs þann 17. nóvember 2016. Lagt er til að eftirfarandi setningu verði bætt inn í gjaldskrána: „Notandi sem ekki nýtir rými sitt i Dagdvöl greiðir daggjald að frádregnu fæðisgjaldi enda óski hann eftir að halda plássinu.“
Byggðarráð samþykkir breytinguna.
Byggðarráð samþykkir breytinguna.
4.Reglur um húsnæðismál - breyting 2017
Málsnúmer 1612047Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Gerð er tillaga um að breyta 4. grein reglnanna þannig að leiguverð fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins verður 1.200 kr./m2 miðað við 1. janúar 2017 og önnur gildi hækki um 15% frá því sem nú er.
Vegna nýrra laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016, breytinga á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og nýrra laga nr. 52/2016 lög um almennar íbúðir, þarf að endurskoða í heild sinni reglur um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir tillögu um breytingu á 4. grein reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði og felur jafnframt sveitarstjóra að vinna drög að breytingu á reglunum í heild sinni með tilliti til breytinga á lögum og reglugerðum.
Vegna nýrra laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016, breytinga á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og nýrra laga nr. 52/2016 lög um almennar íbúðir, þarf að endurskoða í heild sinni reglur um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir tillögu um breytingu á 4. grein reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði og felur jafnframt sveitarstjóra að vinna drög að breytingu á reglunum í heild sinni með tilliti til breytinga á lögum og reglugerðum.
5.Fjárhagsáætlun 2017-2020
Málsnúmer 1608164Vakta málsnúmer
Unnið að fjárhagsáætlun. Á fundinn kom undir þessum dagskrárlið Indriði Þ. Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
6.Fundagerðir 2016 - Samtök sjávarútvegs sv.fél
Málsnúmer 1601006Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 24. nóvember 2016.
7.Barð 146777 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1612023Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 2. desember 2016, varðandi sölu á jörðinni Barð, landnúmer 146777. Seljandi er Símon Ingi Gestsson. Kaupandi er Fyrirbarð ehf. Ríkissjóður Íslands hefur fallið frá lögbundnum forkaupsrétti að eigninni, sbr. 41. gr. jarðalaga nr. 81/2004, með yfirlýsingu þess efnis, dags. 31. október 2016.
8.Ársreikningur 2015 - Fluga ehf
Málsnúmer 1611306Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Flugu ehf. fyrir árið 2015.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Eftirtaldir sendu tilboð (í stafrófsröð):
1.
IG Ferðir ehf.
2.
Kaupfélag Skagfirðinga
3.
Kiwanisklúbburinn Drangey
4.
Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson og Kristinn T. Björgvinsson f.h. óstofnaðs félags
5.
Þreksport ehf.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði hæstbjóðanda, IG Ferða ehf.