Fara í efni

Umsóknir - Ísland ljóstengt 2017

Málsnúmer 1612084

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 33. fundur - 19.01.2017

Farið var yfir innsenda umsókn í verkefnið "Ísland ljóstengt" vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.

Fyrri hluti umsóknar fyrir árið 2017 hefur verið skilað inn til fjarskiptasjóðs. Seinni hluta umsóknar á að skila inn til fjarskiptasjóðs 26. janúar nk. og kemur þá í ljós hversu háan styrk Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur árið 2017.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 40. fundur - 31.01.2017

Lögð fram til kynningar umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í verkefnið Ísland ljóstengt 2017. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar áformum um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 34. fundur - 14.02.2017

Lögð var fram til kynningar niðurstaða styrkveitinga í verkefninu Ísland ljóstengt fyrir árið 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður fékk úthlutað alls 53.510.980.- fyrir 151 tengingu eða 354.377.- pr. tengingu. Að auki hefur Sveitarfélaginu Skagafirði verið úthlutað 9,8 milljónum úr byggðasjóði til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli.

Veitunefnd fagnar þessum framlögum ríkisins til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli og felur sviðstjóra að vinna að gerð útboðsgagna.