Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skagafjarðarveitur - svæði utan 5 ára framkvæmdaáætlunar
Málsnúmer 1702114Vakta málsnúmer
Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. mætti á fund nefndarinnar og kynnti kostnaðarútreikninga við hitaveituvæðingu svæða sem liggja utan 5 ára framkvæmdaáætlunnar Skagafjarðarveitna sem nær fram til ársins 2019.
Sviðstjóra er falið að vinna að frekari greiningu á svæðunum.
Sviðstjóra er falið að vinna að frekari greiningu á svæðunum.
2.Umsóknir - Ísland ljóstengt 2017
Málsnúmer 1612084Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar niðurstaða styrkveitinga í verkefninu Ísland ljóstengt fyrir árið 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður fékk úthlutað alls 53.510.980.- fyrir 151 tengingu eða 354.377.- pr. tengingu. Að auki hefur Sveitarfélaginu Skagafirði verið úthlutað 9,8 milljónum úr byggðasjóði til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli.
Veitunefnd fagnar þessum framlögum ríkisins til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli og felur sviðstjóra að vinna að gerð útboðsgagna.
Veitunefnd fagnar þessum framlögum ríkisins til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli og felur sviðstjóra að vinna að gerð útboðsgagna.
3.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.
Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer
Tilboð í efnishluta hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi voru opnuð þriðjudaginn 7. febrúar sl. Útboðinu var skipt í tvo hluta í foreinangruð stálrör og foreinangruð plaströr.
Tvö tilboð bárust í verkið; frá Ísrör ehf. upp á 413.719 evrur og frá Set ehf. upp á 384.874 evrur. Set ehf. átti lægsta tilboð í bæði stál- og plaströr.
Veitunefnd samþykkir tilboð lægstbjóðenda og felur sviðstjóra að ganga til samninga við Set ehf. vegna verksins.
Tvö tilboð bárust í verkið; frá Ísrör ehf. upp á 413.719 evrur og frá Set ehf. upp á 384.874 evrur. Set ehf. átti lægsta tilboð í bæði stál- og plaströr.
Veitunefnd samþykkir tilboð lægstbjóðenda og felur sviðstjóra að ganga til samninga við Set ehf. vegna verksins.
4.Samorkuþing 2017
Málsnúmer 1702112Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar tilkynning frá Samorku um Samorkuþing sem hladið verður á Akureyri dagana 4. til 5. maí nk.
Fundi slitið - kl. 16:55.
Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. sat 1. lið fundar.