Lagt fram bréf frá Mannvirkjastofnun, dagsett 19. desember 2016 varðandi úttekt á Brunavörnum Skagafjarðar árið 2016. Helstu athugasemdir eru þær að endurskoða þarf brunavarnaáætlun og þjónustu og viðhald sérhæfðs björgunarbúnaðar til björgunar á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.
Brunavarnaáætlun er i vinnslu og áætlað er að hún verði tilbúin fyrir 1. mars 2017. Búið er að kaupa nýjan björgunarbúnað sem er mjög öflugur og getur klippt með 140 tonna þunga. Gert er ráð fyrir að eldri búnaður verði uppfærður en hann hefur 30 tonna klippikraft.
Brunavarnaáætlun er i vinnslu og áætlað er að hún verði tilbúin fyrir 1. mars 2017. Búið er að kaupa nýjan björgunarbúnað sem er mjög öflugur og getur klippt með 140 tonna þunga. Gert er ráð fyrir að eldri búnaður verði uppfærður en hann hefur 30 tonna klippikraft.