Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir þau meginmarkmið sem fram koma í stefnu og forsendum tillögunar og telur hana mikilvægan þátt í því að fötluðu fólki séu tryggð full mannréttindi og sambærileg lífskjör til jafns við aðra og skapa því skilyrði til að lifa sjálfstæðu lífi á eigin forsendum.
Áréttað er mikilvægi þess að áður en ákvörðun verður tekin um framkvæmdaáætlunina að unnið verði ítarlegt kostnaðarmat allra verkefna sem tilgreind eru í áætluninni og að fjármögnun þeirra verði tryggð. Fram kemur að verkefni á ábyrgð sveitarfélaga eru tilgreind innan ramma, sem þýðir að það er ekki gert ráð fyrir sérstöku fjármagni á fjárlögum ríkisins til þessa verkefna.
Í athugasemdum sem fylgja með þingsályktunartillögunni kemur fram að við vinnu áætlunarinnar hafi verið tekið mið af drögum að nýjum lögum um málefni fatlaðs fólks og drögum að nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og sjá má nýmæli þeim tengdum í framkvæmdaáætluninni.
Horfa verður til þess að stefna og áætlun gangi ekki lengra en gildandi lög og reglugerðir segja til um, en margt sem fram kemur í áætluninni getur gefið tilefni til væntinga sem sveitarfélögin gætu átt erfitt með að standa undir á fjárhagslegum forsendum.
Byggðaráð leggur því áherslu á að stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021 taki mið af núgildandi lögum og reglugerðum og að allir verkþættir verði kostnaðmetnir og fjármagnaði eða gildistöku hennar verði frestað þar til Alþingi hefur gert breytingar á lögum.
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir þau meginmarkmið sem fram koma í stefnu og forsendum tillögunar og telur hana mikilvægan þátt í því að fötluðu fólki séu tryggð full mannréttindi og sambærileg lífskjör til jafns við aðra og skapa því skilyrði til að lifa sjálfstæðu lífi á eigin forsendum.
Áréttað er mikilvægi þess að áður en ákvörðun verður tekin um framkvæmdaáætlunina að unnið verði ítarlegt kostnaðarmat allra verkefna sem tilgreind eru í áætluninni og að fjármögnun þeirra verði tryggð. Fram kemur að verkefni á ábyrgð sveitarfélaga eru tilgreind innan ramma, sem þýðir að það er ekki gert ráð fyrir sérstöku fjármagni á fjárlögum ríkisins til þessa verkefna.
Í athugasemdum sem fylgja með þingsályktunartillögunni kemur fram að við vinnu áætlunarinnar hafi verið tekið mið af drögum að nýjum lögum um málefni fatlaðs fólks og drögum að nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og sjá má nýmæli þeim tengdum í framkvæmdaáætluninni.
Horfa verður til þess að stefna og áætlun gangi ekki lengra en gildandi lög og reglugerðir segja til um, en margt sem fram kemur í áætluninni getur gefið tilefni til væntinga sem sveitarfélögin gætu átt erfitt með að standa undir á fjárhagslegum forsendum.
Byggðaráð leggur því áherslu á að stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021 taki mið af núgildandi lögum og reglugerðum og að allir verkþættir verði kostnaðmetnir og fjármagnaði eða gildistöku hennar verði frestað þar til Alþingi hefur gert breytingar á lögum.