Snjómokstur í fremri hluta Lýtingsstaðahrepps hins forna
Málsnúmer 1612244
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 148. fundur - 30.11.2018
Lagt var fyrir fundinn erindi frá Högna Elfari Gylfasyni varðandi snjómokstur í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Í erindinu er því velt upp hvort færa eigi mörk snjómoksturs Vegagerðarinnar framar í Lýtingsstaðahreppi. Erindið hefur áður verið tekið fyrir á fundi nefndar og rætt á fundi með Vegagerðinni.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til byggðarráðs að óskað verði eftir því við Vegagerðina að snjómokstri fram að slitlagsenda við Stekkjarholt verði sinnt með sama hætti að hálfu Vegagerðarinnar og núverandi mokstri að Steinsstöðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til byggðarráðs að óskað verði eftir því við Vegagerðina að snjómokstri fram að slitlagsenda við Stekkjarholt verði sinnt með sama hætti að hálfu Vegagerðarinnar og núverandi mokstri að Steinsstöðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 847. fundur - 05.12.2018
Lögð fram bókun 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 30. nóvember 2018 þar sem nefndin beinir því til byggðarráðs að óskað verði eftir því við Vegagerðina að snjómokstri fram að slitlagsenda við Stekkjarholt verði sinnt með sama hætti að hálfu Vegagerðarinnar og núverandi mokstri að Steinsstöðum.
Byggðarráð tekur undir bókun umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir að fela sveitarstjóra að senda Vegagerðinni erindi vegna þessa.
Byggðarráð tekur undir bókun umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir að fela sveitarstjóra að senda Vegagerðinni erindi vegna þessa.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið og mun taka málið upp við Vegagerðina þar sem um er að ræða helmingamokstur á milli Vegagerðar og Sveitarfélags.