Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

124. fundur 13. febrúar 2017 kl. 15:00 - 16:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson aðalm.
  • Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Umsagnarbeiðni - ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit

Málsnúmer 1701289Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn umsögn frá Brunavörnum Skagafjarðar vegna reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

Í umsögninni kemur m.a. fram að ný reglugerð eykur mjög kröfur til einstaklinga sem sinna eldvarnareftirliti og ýtir þar með undir það að eldvarnareftirlit, sérstaklega í minni sveitarfélögum, verði fært til skoðunarstofa.

Nefndin samþykkir umsögnina.

2.Fundagerðir 2017 - Hafnasamb. Íslands

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

391. fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23. janúar 2017 lögð fram til kynningar á fundi umhverfis-og samgöngunefndar.

3.Fundagerðir 2016 - Hafnasamband Ísl.

Málsnúmer 1601004Vakta málsnúmer

Fundargerð 339. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 9. desember 2016 lögð fram til kynningar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

4.Bókun um fjárframlög til hafnaframkvæmda

Málsnúmer 1612097Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands þann 7. desember en þar segir;

"Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 m.kr. í hafnabótasjóð, sem er 400m.kr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegar gert ráð fyrir 1.158m.kr. í hafnabótasjóð.

Á nýliðnu hafnasambandsþingi, sem haldið var 13. til 14. október sl., var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur og er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsins að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu."

5.RNSA - tillögur í öryggisátt, mál númer 02316

Málsnúmer 1701082Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna óhapps við innsiglingu Sauðárkrókshafnar í apríl á síðasta ári.

Í niðurlagi skýrslunnar er lagt til að settur verði viðeigandi ljósviti á varnargarð (sandfangara) við innsiglingu í höfnina.

Yfirhafnarverði os sviðstjóra er falið að koma upp viðeigandi ljósvita á garðinum. Einnig er lagt til að samsvarandi viti verður settur upp við enda nýs varnargarðs framan við smábátahöfn.

6.Fyrirhuguð niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 1611288Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Knappstaðakirkjuvegar nr 7888-01 af vegaskrá.

7.Tilkynningar um fyrirhugaðar niðurfellingar af vegaskrá

Málsnúmer 1701017Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu eftirfarandi vega af vegaskrá;

Laugardalsvegar nr 7521-01

Ytri-Svartárdalsvegar nr 7550-01

Hvammsvegar nr 7780-01.

8.Undirbúningur að gerð landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Málsnúmer 1612127Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar drög að aðildaríkjaskýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um innleiðingu Árósarsamningsins.

9.Snjómokstur í fremri hluta Lýtingsstaðahrepps hins forna

Málsnúmer 1612244Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá Högna Elfari Gylfasyni, Korná í Lýtingsstaðahreppi, varðandi snjómokstur.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið og mun taka málið upp við Vegagerðina þar sem um er að ræða helmingamokstur á milli Vegagerðar og Sveitarfélags.



10.Samgönguáætlun

Málsnúmer 1702020Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sviðstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna ástands héraðsvega í Sveitarfélaginu og forgangsröðun verkefna í vega- og hafnarframkvæmdum.

Fundi slitið - kl. 16:10.