Fara í efni

Veitunefnd - 33

Málsnúmer 1701012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 351. fundur - 15.02.2017

Fundargerð 33. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 33 Farið var yfir stöðu fyrirhugaðra hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi árið 2017.
    Boðað hefur verið til kynningarfundar með íbúum mánudaginn 23.janúar nk. kl 14 í félagsheimilinu Árgarði.
    Útboð á lagnaefni vegna verksins hefur verið auglýst og verða tilboð opnuð þriðjudaginn 7. febrúar nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar veitunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Veitunefnd - 33 Farið var yfir innsenda umsókn í verkefnið "Ísland ljóstengt" vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.
    Fyrri hluti umsóknar fyrir árið 2017 hefur verið skilað inn til fjarskiptasjóðs. Seinni hluta umsóknar á að skila inn til fjarskiptasjóðs 26. janúar nk. og kemur þá í ljós hversu háan styrk Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur árið 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar veitunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Veitunefnd - 33 Farið var yfir stöðu framkvæmda vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt árið 2016.
    Árið 2016 fékk Sveitarfélagið Skagafjörður styrk til lagningar ljósleiðara á svæðinu frá Varmahlíð að Marbæli ásamt Sæmundarhlíð.
    Verktaki hefur nú lokið vinnu við lagningu og ídrátt ljósleiðara á svæðinu og mun vinna við tengingu á ljósleiðaranum hefjast á næstu vikum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar veitunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.