Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 772

Málsnúmer 1701016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 351. fundur - 15.02.2017

Fundargerð 772. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson tóku til máls.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Undir þessum dagskrárlið komu Árni Gunnarsson og Magnús Barðdal til fundar við byggðarráð og ræddu viðskiptahugmynd um uppbyggingu á ferðaþjónustu í Skagafirði með meginstarfsemi á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagt fram bréf dagsett 27. desember 2016 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi menningarhús á Sauðárkróki. Ráðuneytið hefur tilnefnt Karitas H. Gunnarsdóttur og Þráinn Sigurðsson sem fulltrúa sína í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni einnig sína fulltrúa og tilkynni ráðuneytinu. Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sólborgu Unu Pálsdóttur, Sigríði Magnúsdóttur, Gunnstein Björnsson, Björgu Baldursdóttur og Hönnu Þrúði Þórðardóttur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagður fram makaskiptasamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga vegna fasteignanna Aðalgötu 16b (Minjahúsið) og Aðalgötu 21-21a (Gamla samlagið að fyrrverandi Iðju meðtalinni og Grána).
    Byggðarráð samþykkir makaskiptin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lögð fram eftirfarandi tillaga:
    Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var staðfest af umhverfisráðherra í maí 2012. Samkvæmt ákvæðum þágildandi skipulagslaga var heimilt, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og ráðherra, að fresta gerð skipulagsáætlana fyrir ákveðin svæði. Þau svæði eru auðkennd á uppdrætti og var frestun heimil í fjögur ár. Sá tími er nú liðinn og m.a. þess vegna þarf að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf er á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks.
    Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson (Vg) situr hjá við afgreiðsluna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 14, "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Sveitarfélagið hefur verið með samning við verktaka um að taka upp sveitarstjórnarfundi og vista á Youtube. Sá samningur er útrunninn.
    Byggðarráð samþykkir að endurnýja ekki samninginn og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að koma með tillögu um mögulegar lausnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagt fram bréf dagsett 12. desember 2016 frá aðalstjórn Umf. Tindastóls varðandi gervigrasvöll á Sauðárkróki.
    Byggðarráð þakkar aðalstjórn Tindastóls fyrir erindið og vill í því ljósi koma eftirfarandi á framfæri:
    Byggðarráð vill ítreka að markmið framkvæmdarinnar er, og hefur alltaf verið, að bæta vetraríþróttaaðstöðu á Sauðárkróki fyrir skóla og íþróttafélög, sem hefur verið lítil sem engin fram að þessu og kallað hefur verið eftir í áraraðir. Með sölu á húsnæði barnaskólans við Freyjugötu lokaði íþróttasalurinn þar og sú starfssemi sem í honum var fluttist í yfirfullt íþróttahús við Árskóla.
    Með þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru, er hægt að færa út úr íþróttahúsinu greinar sem geta verið á hinum nýja gervigrasvelli og búið þannig til pláss í íþróttahúsinu sem ekki er mögulegt í dag fyrir aðrar greinar. Er það mat byggðarráðs að með nýjum gervigrasvelli á miðsvæðinu verði til mesta viðbótin við núverandi íþóttasvæði, en ljóst er að með því að setja gervigras á aðalvöllinn þarf að flytja kastsvæði fyrir frjálsar íþróttir af aðalvellinum. Er það skoðun byggðarráðs að aðalvöllurinn eigi áfram að vera keppnisvöllur allra þeirra íþróttagreina sem á honum eru stundaðar í dag, enda um að ræða einn glæsilegasta íþróttavöll landsins.
    Í bréfi formanna frjálsíþróttadeildar og knattspyrnudeildar Tindastóls til byggðarráðs er sveitarfélagið hvatt til að halda áfram með verkefnið á þeim nótum sem þegar hefur verið kynnt og mikilvægi þess fyrir þessar deildir ítrekað en þetta eru aðalnotendur íþróttasvæðisins í dag. Einnig hefur byggðaráði borist erindi þar sem afstaða Árskóla er skýrð en þar fagna skólastjóri, verkefnastjórar vinaliðaverkefnisins og íþróttakennarar skólans framkvæmdinni og lýsa yfir mikilvægi þess fyrir skólann að völlurinn sé í eins mikilli nálægð við skólann og hægt er.
    Að þessu sögðu er ljóst að þeir aðiliar sem munu verða aðalnotendur vallarins og íþróttasvæðisins í framtíðinni, fagna framkomnum hugmyndum um gervigrasvöll á miðsvæðið líkt og áætlanir sveitarfélagsins gera ráð fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Félags- og tómstundanefnd vísaði til byggðarráðs frá 239. fundi sínum þann 24. janúar 2017, drögum að reglum sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning send til umsagnar" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagður fram tölvupóstur frá Vistorku ehf., dagsettur 10. janúar 2017 þar sem tilkynnt er um afgreiðslu Orkusjóðs á umsókn félagsins um styrk fyrir hleðslustöðvum á Norðurlandi fyrir rafbíla. Sveitarfélagið Skagafjörður var aðili að umsókn Vistorku ehf. og verður ein hraðhleðslustöð staðsett í Varmahlíð og önnur á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Orkusalan, dótturfyrirtæki RARIK, gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla, alls um 80 talsins. Með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið. Orkusalan hefur afhent Sveitarfélaginu Skagafirði eina hleðslustöð sem verður staðsett á Sauðárkróki.
    Byggðarráð þakkar Orkusölunni fyrir gjöfina og mun finna hleðslustöðinni góðan stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagt fram bréf dagsett 11. janúar 2017 frá Rótarýklúbbi Sauðárkróks þar sem fram kemur að klúbburinn hefur fjárfest í nýrri og fullkomnari klukku til skipta út þeirri sem er nú til staðar á Flæðunum á Sauðárkróki. Klúbburinn vill gefa sveitarfélagsinu gömlu klukkuna gegn því að kosta uppsetningu á þeirri nýju.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Erindið áður á 771. fundi byggðarráðs þann 12. janúar 2017. Byggðarráð gerði Alex Má Sigurbjörnssyni og Bryndísi Rut Haraldsdóttur gagntilboð vegna sölu á fasteigninni Laugavegur 15, neðri hæð, Varmahlíð. Fastanúmer 221-8387. Hafa þau gengið að því. Bókun fundar Afgreiðsla 772. fundar byggðarráðs staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 772 Lagður fram til kynningar ársreikningur Ferðsmiðjunnar ehf. fyrir árið 2015. Bókun fundar Ársreikningur Ferðsmiðjunnar ehf. fyrir árið 2015 lagður fram til kynningar á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017.