Fara í efni

RNSA - tillögur í öryggisátt, mál númer 02316

Málsnúmer 1701082

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 124. fundur - 13.02.2017

Lögð var fram til kynningar skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna óhapps við innsiglingu Sauðárkrókshafnar í apríl á síðasta ári.

Í niðurlagi skýrslunnar er lagt til að settur verði viðeigandi ljósviti á varnargarð (sandfangara) við innsiglingu í höfnina.

Yfirhafnarverði os sviðstjóra er falið að koma upp viðeigandi ljósvita á garðinum. Einnig er lagt til að samsvarandi viti verður settur upp við enda nýs varnargarðs framan við smábátahöfn.