Fara í efni

Mótframlag launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 1701090

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 771. fundur - 12.01.2017

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. desember 2016 frá Brú Lífeyrissjóði varðandi að iðgjald launagreiðenda í A-deild hækkar ekki þann 1. janúar 2017. Alþingi samþykkti þann 22. desember sl. frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á opinberum og almennum vinnumarkaði. Þessi lagabreyting felur í sér að mótframlag til A deildar Brúar lífeyrissjóðs verður áfram 12% fram til 1. júní 2017 og lækkar þá niður í 11,5% þar til annað verður samið um í kjarasamningum.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að breyta fjárhagsáætlun ársins 2017 í samræmi við þessa niðurstöðu og leggja fram viðauka þar að lútandi.