Rætt var um sjúkraflug frá Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið sat Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri fundinn.
Byggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum af stöðu sjúkraflugs og skorar á ný stjórnvöld að bregðast við hið fyrsta og tryggja íbúum landsbyggðarinnar örugga aðkomu að eina hátæknisjúkrahúsi landssins með opnun neyðarbrautarinnar í Vatnsmýrinni. Með öllu er ólíðandi að íbúar hinna dreifðu byggða þurfi að sæta slíku öryggisleysi eins og nýleg dæmi sanna þar sem ekki var hægt að koma fárveikum einstaklingum til Reykjavíkur þar sem sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík.
Ljóst er að með nauðsynlegri uppbyggingu hátæknisjúkrahúss í Reykjavík hlýtur það að vera einboðið að sjúkraflugið lendi í sem mestri nálægð við sjúkrahúsið.
Byggðarráð hvetur ríkisvaldið og borgaryfirvöld í höfuðborg okkar Íslendinga að ganga þannig frá málinu að sjúkraflug til Reykjavíkur verð tryggt með opnun neyðarbrautarinnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ísavia til að fara yfir nauðsynlegan búnað og umgjörð sem þarf að vera til staðar á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, til þess að tryggja öruggt sjúkraflug til og frá vellinum.
Byggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum af stöðu sjúkraflugs og skorar á ný stjórnvöld að bregðast við hið fyrsta og tryggja íbúum landsbyggðarinnar örugga aðkomu að eina hátæknisjúkrahúsi landssins með opnun neyðarbrautarinnar í Vatnsmýrinni. Með öllu er ólíðandi að íbúar hinna dreifðu byggða þurfi að sæta slíku öryggisleysi eins og nýleg dæmi sanna þar sem ekki var hægt að koma fárveikum einstaklingum til Reykjavíkur þar sem sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík.
Ljóst er að með nauðsynlegri uppbyggingu hátæknisjúkrahúss í Reykjavík hlýtur það að vera einboðið að sjúkraflugið lendi í sem mestri nálægð við sjúkrahúsið.
Byggðarráð hvetur ríkisvaldið og borgaryfirvöld í höfuðborg okkar Íslendinga að ganga þannig frá málinu að sjúkraflug til Reykjavíkur verð tryggt með opnun neyðarbrautarinnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ísavia til að fara yfir nauðsynlegan búnað og umgjörð sem þarf að vera til staðar á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, til þess að tryggja öruggt sjúkraflug til og frá vellinum.