Fara í efni

Aukin fagmennska og gæði í æskulýðsstarfi sveitarfélaga - styrkbeiðni

Málsnúmer 1701112

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 771. fundur - 12.01.2017

Lagt fram ódagsett bréf frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu þar sem fram kemur að félagið er að hefja þriggja ára samstarf við systursamtök þess í Finnlandi og Svíþjóð um verkefnið Bootcamp for Youth Workers. Útkoma verkefnisins verður þríþætt; grunnnámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk, matstæki fyrir óformlegt nám og handbók fyrir æskulýðsstarfsfólk sem mun styðja við námskeiðið og matstækið. Verkefnið hefur hlotið 20,7 milljón króna styrk frá Evrópu unga fólksins sem áætlað er að nemi um 80% af kostnaði. Eftir stendur fjárþörf um 3.500.000 kr. Óskað er eftir 400.000 kr. styrk frá sveitarfélaginu til verkefnisins gegn fullum aðgangi að námskeiðinu og matstækinu í lok verkefnisins.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.