Fara í efni

Fræðslunefnd - 119

Málsnúmer 1702006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 351. fundur - 15.02.2017

Fundargerð 118. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 351. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 119 Staða leikskóla- og dagforeldramála á Sauðárkróki kynnt. Samþykkt að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa. Jafnframt er samþykkt að leita allra leiða til að leysa þann vanda sem upp er kominn í dagvistunarmálum m.a. með því að gera starf dagforeldra fýsilegra. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 119 Leikskólamál á Hofsósi kynnt. Þar sem ekki gekk að koma leikskólanum fyrir í íbúð í eigu sveitarfélagsins, eins og áformað var, leggur nefndin til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið inn í Höfðaborg. Jafnframt er samþykkt að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa á Hofsósi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 119 Niðurstöður samræmdra prófa 2016 og Pisa könnunar 2015 lagðar fram. Nefndin fagnar niðurstöðu skagfirskra skóla í samræmdu prófunum og hvetur til umræðu og áherslu á árangur í næstu Pisa könnun sem lögð verður fyrir árið 2018. Nefndin hvetur til að skólasamfélagið taki til umræðu kannanir og námsárangur á næsta fræðsludegi.
    Eyrún Berta Guðmundsdóttir vék af fundi eftir liði 1 og 2.
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 119 Lagt er fram erindi frá Erni Þórarinssyni um leigu á Sólgarðaskóla til reksturs ferðaþjónustu í sumar. Nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, leggur til að auglýst verði eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 119 Lögð er fram ósk frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarsyni um leigu á Sólgarðaskóla og sundlauginni á Sólgörðum til reksturs ferðaþjónustu í sumar. Nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, leggur til að auglýst verði eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum.
    Jóhann Bjarnason sat fundinn undir liðum 3, 4 og 5.
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar fræðslunefndar staðfest á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 með átta atkvæðum.