Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 774

Málsnúmer 1702015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 352. fundur - 15.03.2017

Fundargerð 774. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Stefán Vagn Stefánsson (B) vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Viggó Jónsson kom inn á fundinn í hans stað.
    Lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Í viðaukaunum felst hækkun skammtímakrafna um 23 milljónir króna hjá aðalsjóði vegna Mótunar ehf. og hækkun framkvæmdafjár eignasjóðs um 11,5 milljónir króna vegna endurgerðar Mælifellsréttar. Þessum breytingum verði mætt með lækkun á handbæru fé um 34,5 milljónir króna.
    Byggðarráð samþykkir viðaukann með tveimur atkvæðum Sigríðar Svavarsdóttur (D) og Viggós Jónssonar (B). Bjarni Jónsson (V) situr hjá við afgeiðsluna.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi (K) óskar bókað:
    Ég er ekki sammála því að setja 23 milljónir króna í Mótun ehf.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017". Samþykkt samhljóða.
  • .2 1611295 Mótun ehf
    Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Stefán Vagn Stefánsson (B) vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Viggó Jónsson (B) kom inn á fundinn í hans stað.
    Lagt fram bréf frá stjórn Mótunar ehf. dagsett 23. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leggi fram aukið hlutafé í fyrirtækið að upphæð 12.495.000 kr. Sveitarfélagið á 49% hlut í félaginu á móti Kaupfélagi Skagfirðinga (49%) og Skagafjarðarhraðlestinni (2%).
    Byggðarráð samþykkir að hafna erindi stjórnar Mótunar ehf. um aukið hlutafé.
    Byggðarráð samþykkir hins vegar með tveimur atkvæðum Sigríðar Svavarsdóttur (D) og Viggós Jónssonar (B) að veita fyrirtækinu lán allt að 23 milljónum króna til að gera upp hlut sveitarfélagsins í skuldum félagsins á meðan verið er að ganga frá sölu á eignum þess. Bjarni Jónsson (V) situr hjá við afgreiðsluna.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (K) óskar bókað:
    Ég er sammála því að hafna erindi um aukið hlutafé en er mótfallin því að veita Mótun ehf. 23 milljón króna lán.
    Bókun fundar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Skagafjarðalistinn gagnrýndi í upphafi aðkomu sveitarfélagsins að stofnun hlutafélagsins og greiddi atkvæði á móti því. Var það gert á forsendum þess að sveitarfélagið ætti ekki að koma að atvinnurekstri. Tilgangur félagsins er framleiðsla báta og annara vara úr trefjaplasti, rekstur verkstæðis í því sambandi, skyldur rekstur, útleiga og rekstur fasteigna og lánastarfsemi eins og fram kemur í stofnfundargerð og samþykktum fyrir Mótun ehf. Frá stofnun félagsins árið 2013 hefur Sveitarfélagið sett 9.8 milljónir í hlutafé félagsins. Fram kemur í mati endurskoðanda sveitarfélagsins að það séu engar líkur á því að félagið geti endurgreitt lánið eða endurgreitt hluthöfum það hlutafé sem þeir hafa lagt í félagið. Það stefnir í það að kostnaður Sveitarfélagsins vegna þátttöku í Mótun ehf. geti orðið allt að 33 milljónir. Að þessu öllu gefnu mun fulltrúi Skagafjarðarlistans greiða atkvæði á móti því að Sveitarfélagið veiti Mótun ehf. lán að upphæð 23 milljónir eða leggja til aukið hlutafé líkt og óskað var eftir.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

    Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með sex atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir greiðir atkvæði á móti og Valdimar Ó. Sigmarsson óskar bókað að hann sitji hjá.
  • .3 1702129 Landstólpinn 2017
    Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. febrúar 2017 varðandi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpann. Óskað er eftir tilnefningu um verðuga handhafa Landstólpans.
    Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. febrúar 2017 frá vinabæ sveitarfélagsins, Köge í Danmörku. Boðið er til vinabæjamóts í Köge 30. maí ? 2. júní 2017.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skrá þáttöku og sjá um undirbúning vegna vinabæjamótsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 7. febrúar 2017 varðandi endurskoðun samninga við FJÖLÍS. Einnig lagt fram minnisblað starfsmanna sambandsins, dagsett 24. janúar 2017 og drög að samningi um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í sveitarfélögum. Stjórn sambandsins bókaði á fundi sínum þann 27. janúar 2017 að hún mælti með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum.
    Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið geri samning við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagt fram bréf dagsett 10. febrúar 2017 frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins. Tilnefningar eða framboð skal berast sjóðnum í siðasta lagi kl. 12:00, 27. febrúar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagt fram bréf dagsett 24. janúar 2017 frá Skíðadeild Umf. Tindastóls þar sem óskað er eftir fundi með byggðarráði til að ræða núgildandi samning milli deildarinnar og sveitarfélagsins.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að fulltrúar skíðadeildarinnar mæti á næsta fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 10. febrúar 2017. Boðar sambandið fulltrúa sveitarfélaga til fundar um fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem nú er í mótun af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í samvinnu við innanríkisráðuneyti og sambandið, á grundvelli laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Einnig verður fjallað um skýrslu vinnuhóps um endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga.
    Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið sendi fulltrúa á ráðstefnuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsettur 2. febrúar 2017, þar sem boðað er til samráðsfundar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga, þann 21. febrúar 2017 á Blönduósi. Verkefninu, sem er á forsvari innanríkisráðuneytis, er ætlað að greina tækifæri og leiðir til að styrkja sveitarstjórnarstigið enn frekar.
    Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem eiga kost á, mæti á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • .10 1702179 Kjördæmavika
    Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2017 frá SSNV. Boðað er til fundar með alþingismönnum Norðvesturkjördæmis og sveitarstjórnarmönnum innan SSNV, fimmtudaginn 16. febrúar 2017 á Hvammstanga.
    Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson (B) formaður byggðarráðs og Sigríður Svavarsdóttir (D) forseti sveitarstjórnar sæki fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Fulltrúar knattspyrnudeildar Umf. Tindastóls Bergmann Guðmundsson formaður og Ómar Bragi Stefánsson komu á fundinn til viðræðu um framkvæmd við gervigrasvöll á Sauðárkróki ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 774. fundar byggðarráðs staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 6. febrúar 2017. Bókun fundar Fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 6. febrúar 2017 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 774 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 3. febrúar 2017. Bókun fundar Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 3. febrúar 2017 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017