Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 125

Málsnúmer 1702023F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 352. fundur - 15.03.2017

Fundargerð 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • .1 1702020 Samgönguáætlun
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 125 Umhverfis- og samgöngunefnd mun funda með fulltrúum Vegagerðarinnar miðvikudaginn 8. mars nk. Farið var yfir helstu áherslur Sveitarfélagsins er varða viðhald vega og er vísað í bókun nefndarinnar á 95. fundi nefndarinnar þann 26. febrúar 2014. Áhersla verður lögð á uppbyggingu Reykjastrandavegar og viðhaldsþörf annara tengivega í Skagafirði.

    Lögð voru fram til kynningar drög að erindi til siglingasviðs Vegagerðarinnar þar sem lagðar eru fram áherslur og forgangsröðun Skagafjarðarhafna er varða viðhalds- og nýframkvæmdaverkefni.
    Fulltrúar Sveitarfélagsins munu funda með siglingasviði Vegagerðarinnar fimmtudaginn 9. mars nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 125 Við breytingar á flokkun og sorphirðu í dreifbýli þarf að endurskoða gjaldskrá þjónustunar.
    Rætt var um mögulegar breytingar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í dreifbýli.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 125 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Högna Elfari Gylfasyni varðandi breytingar á sorphirðu í drefibýli.
    Sveitarfélagið Skagafjörður stefnir á að taka upp flokkun og sorphirðu á hverju lögheimili í Skagafirði. Málið verður kynnt íbúum frekar þegar nánari útfærsla liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 125 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Heibrigðisfulltrúa norðurlands vestra varðandi rykmengun frá þjóðvegum sem ekki eru lagðir bundnu slitlagi. Tölvupósturinn var sendur til Umhverfisstofnunar vegna vinnu að almennri áætlun um loftgæði samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu. Nefndin mun ræða málið á fyrirhuguðum fundi með Vegagerðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.