Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsettur 2. febrúar 2017, þar sem boðað er til samráðsfundar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga, þann 21. febrúar 2017 á Blönduósi. Verkefninu, sem er á forsvari innanríkisráðuneytis, er ætlað að greina tækifæri og leiðir til að styrkja sveitarstjórnarstigið enn frekar.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem eiga kost á, mæti á fundinn.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 10:43.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem eiga kost á, mæti á fundinn.