Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. febrúar 2017 frá stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings þar sem óskað er eftir styrk til lækkunar á fasteignagjöldum sem lögð eru á fasteignir félagsins, Tjarnarbæ og Torfgarð.
Byggðarráð samþykkir með tilvísun í 2. grein, e) lið, reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 að hafna erindinu þar sem Hestamannafélagið Skagfirðingur nýtur rekstrarstyrkja frá sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir með tilvísun í 2. grein, e) lið, reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 að hafna erindinu þar sem Hestamannafélagið Skagfirðingur nýtur rekstrarstyrkja frá sveitarfélaginu.