Fara í efni

Staðsetning rafhleðslustöðva í Skagafirði

Málsnúmer 1703308

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 127. fundur - 30.03.2017

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið úthlutað styrk til uppsetningu tveggja hraðhleðslustöðva í Varmahlíð og á Sauðárkróki á árinu 2017.

Lagt var fyrir fundinn yfirlit yfir mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum.

Nefndin leggur til að hraðhleðslustöðvar verði staðsettar við sundlaugar á Sauðárkróki og í Varmahlíð.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 783. fundur - 11.05.2017

Lögð fram svohljóðandi bókun 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 30. mars 2017: „Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið úthlutað styrk til uppsetningu tveggja hraðhleðslustöðva í Varmahlíð og á Sauðárkróki á árinu 2017. Lagt var fyrir fundinn yfirlit yfir mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum. Nefndin leggur til að hraðhleðslustöðvar verði staðsettar við sundlaugar á Sauðárkróki og í Varmahlíð.“

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Gýgjar Sigurðarson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð samþykkir að fela Ingvari Gýgjari að halda áfram með málið.