Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sjónvarpsþættir um hafnir
Málsnúmer 1703074Vakta málsnúmer
2.Fundagerðir 2017 - Hafnasamb. Íslands
Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer
392. fundargerð Hafnarsambands Íslands frá 17. ferbrúar 2017, lögð fram til kynningar á 127. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 30. mars 2017.
3.Fundagerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra
Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer
Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 10. janúar og 23. febrúar 2017 lagðar fram til kynningar.
4.Samgönguáætlun
Málsnúmer 1702020Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar sinnuleysi stjórnvalda í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins og beinir því til ríkisstjórnar og þingmanna kjördæmisins að lagðir verði auknir fjármunir í málaflokkinn. Víða í Sveitarfélaginu Skagafirði má finna vegi sem beinlínis eru hættulegir yfirferðar vegna skorts á viðhaldi.
Nefndin leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í uppbyggingu á Reykjastrandarvegi og Hegranesvegi.
Á síðustu árum hefur umferð um Reykjastrandaveg aukist töluvert og samkvæmt talningum Vegagerðarinnar má gera ráð fyrir að hátt í 50 þúsund ökutæki hafi ekið um veginn árið 2016.
Nefndinni hefur borist erindi frá íbúum Hegraness þar sem óskað er eftir endurbótum og viðhaldi á Hegranesvegi nr. 764. Undir erindið rita allir íbúar Hegraness.
Nefndin leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í uppbyggingu á Reykjastrandarvegi og Hegranesvegi.
Á síðustu árum hefur umferð um Reykjastrandaveg aukist töluvert og samkvæmt talningum Vegagerðarinnar má gera ráð fyrir að hátt í 50 þúsund ökutæki hafi ekið um veginn árið 2016.
Nefndinni hefur borist erindi frá íbúum Hegraness þar sem óskað er eftir endurbótum og viðhaldi á Hegranesvegi nr. 764. Undir erindið rita allir íbúar Hegraness.
5.Staðsetning rafhleðslustöðva í Skagafirði
Málsnúmer 1703308Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið úthlutað styrk til uppsetningu tveggja hraðhleðslustöðva í Varmahlíð og á Sauðárkróki á árinu 2017.
Lagt var fyrir fundinn yfirlit yfir mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum.
Nefndin leggur til að hraðhleðslustöðvar verði staðsettar við sundlaugar á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Lagt var fyrir fundinn yfirlit yfir mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum.
Nefndin leggur til að hraðhleðslustöðvar verði staðsettar við sundlaugar á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
6.Bílastæði við leikskólann Ársali við Víðigrund
Málsnúmer 1703311Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að nýjum bílastæðum við leikskólann Ársali, yngra stig, við Víðigrund.
Þörf er á fleiri bílastæðum við leikskólann þar sem bílastæði fyllast iðulega um morgun og síðdegi þegar verið er keyra börn í og úr leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að bæta við 12 bílastæðum við leikskóla sem verða staðsett norðan við núverandi bílastæði í beinu framhaldi af nýjum bílastæðum sem verið er að útbúa sunnan við Víðigrund 5, Oddfellowhúsið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.
Þörf er á fleiri bílastæðum við leikskólann þar sem bílastæði fyllast iðulega um morgun og síðdegi þegar verið er keyra börn í og úr leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að bæta við 12 bílastæðum við leikskóla sem verða staðsett norðan við núverandi bílastæði í beinu framhaldi af nýjum bílastæðum sem verið er að útbúa sunnan við Víðigrund 5, Oddfellowhúsið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.
7.Flokkun á sorpi í dreifbýli
Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer
Ákveðið að sviðstjóri fari í Borgarbyggð til að kynna sér tilhögun sorphirðu í sveitarfélaginu.
8.Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf - Beiðni um geymslusvæði.
Málsnúmer 1606148Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi við OK Gámaþjónustu vegna leigu á geymslusvæði á Gránumóum.
Nefndin samþykkir samningsdrögin og felur sviðstjóra að ganga frá samningum við OK Gámaþjónustu.
Nefndin samþykkir samningsdrögin og felur sviðstjóra að ganga frá samningum við OK Gámaþjónustu.
Fundi slitið - kl. 16:05.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að svara Hafnasambandinu.