Fara í efni

Steintún - landspilda

Málsnúmer 1704128

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 191. fundur - 25.04.2017

Landbúnaðarnefnd leggur til að landspildunni úr landi Steintúns sunnan við Hrímnishöll verði lokað í sumar á meðan verið er að ganga frá lóðarsamningum um húsin og skilgreina vatnsverndarsvæði. Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að ekki verði leyfð beit eða dýrahald á svæðinu í sumar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 782. fundur - 04.05.2017

Lögð fram svohljóðandi bókun 191. fundar landbúnaðarnefndar frá 25. apríl 2017:

„Landbúnaðarnefnd leggur til að landspildunni úr landi Steintúns sunnan við Hrímnishöll verði lokað í sumar á meðan verið er að ganga frá lóðarsamningum um húsin og skilgreina vatnsverndarsvæði. Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að ekki verði leyfð beit eða dýrahald á svæðinu í sumar.“

Byggðarráð samþykkir að ekki verði leyfð beit eða dýrahald á landspildu sveitarfélagsins úr landi Steintúns sunnan við Hrímnishöll héðan í frá þar til annað er ákveðið.