Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

191. fundur 25. apríl 2017 kl. 10:00 - 13:30 í Félagsheimilinu Ljósheimum
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Steintún - landspilda

Málsnúmer 1704128Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd leggur til að landspildunni úr landi Steintúns sunnan við Hrímnishöll verði lokað í sumar á meðan verið er að ganga frá lóðarsamningum um húsin og skilgreina vatnsverndarsvæði. Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að ekki verði leyfð beit eða dýrahald á svæðinu í sumar.

2.Fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu - endurskoðun

Málsnúmer 1310121Vakta málsnúmer

Drög að endurkoðaðri fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu lögð fram til kynningar.

3.Ársreikningur 2016 Fjallskilasj. Hegraness

Málsnúmer 1702127Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2016.

4.Ársreikningur 2015, Fjallskilasjóður Vestur-Fljóta

Málsnúmer 1702192Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2015.

5.Ársreikningur 2016 - Fjallskilasjóður Sauðárkróks

Málsnúmer 1703203Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2016.

6.Refa- og minkaveiði 2017

Málsnúmer 1704111Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um veiðitilhögun ársins 2017. Mættir voru Þorsteinn Ólafsson, Steinþór Tryggvason, Pálmi Ragnarsson, Garðar Jónsson, Elvar Jóhannsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Sigurðsson, Birgir Hauksson, Herbert Hjálmarsson, Kristján B. Jónsson, Marinó Indriðason og Jón Númason.

Landbúnaðarnefnd samþykkir að greiða vegna refaveiða ráðinna veiðimanna 18.000 kr. fyrir grendýr, 7.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 7.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 7.200 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 1.800 kr. á dýr.

Fundi slitið - kl. 13:30.