Fara í efni

Fyrirspurn og svör um viðhald og uppbyggingu Reykjastrandarvegar og Hegranesvegar

Málsnúmer 1704188

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 782. fundur - 04.05.2017

Lagt fram til kynningar þingskjal 635 ? 346. mál á 146 löggjafarþingi 2016-2017, svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um þrjá tengivegi; Hegranesveg nr. 764, Reykjastrandarveg 748 og Vatnsnesveg nr. 711.



Byggðarráð skorar á samgönguráðherra og Alþingi að tryggja nauðsynlega fjármuni til vegabóta og uppbyggingar á Hegranesvegi og Reykjastrandarvegi og leggur áherslu á að ekki verði frekari bið og nauðsynlegum vegabótum verði sinnt og vegirnir byggðir upp eins og þarf og lagt á þá bundið slitlag. Viðhaldi veganna hefur verið stórlega ábótavant undanfarin ár þrátt fyrir stóraukna umferð og ástand þeirra afar slæmt og vegirnir beinlínis hættulegir.

Fram kemur í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Bjarna Jónssonar á Alþingi um viðhald og uppbyggingu veganna, að fjármagn sem ætlað er til viðhalds þeirra í ár dugi aðeins til brýnustu aðgerða. Ættu fjárveitingar til viðhalds að uppfylla það sem Vegagerðin hefur skilgreint sem þörf, þyrftu þær að vera a.m.k. tvöfalt hærri. Ekki liggur fyrir tímasett áætlun um að koma bundnu slitlagi á vegina samkvæmt svarinu. Hins vegar er ætlunin að leggja bundið slitlag á 5 km af Hegranesvegi í ár. Ekki hafi verið ráðstafað fé til að halda áfram að leggja bundið slitlag á veginn.

Bent er á að ef unnt er að leggja bundið slitlag á tengivegi sem þessa, án mikilla breytinga eða uppbyggingar, sé hægt að lækka kostnað niður í allt að allt 30 millj. kr. á km, eins og fram kemur í skriflegu svari ráðherra.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 128. fundur - 12.05.2017

Lagt fram til kynningar þingskjal 635 vegna 346. máls á 146. löggjafarþingi 2016-2017, svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um þrjá

tengivegi; Hegranesveg nr. 764, Reykjastrandarveg 748 og Vatnsnesveg nr. 711.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skorar á samgönguráðherra og Alþingi að tryggja nauðsynlega fjármuni til vegabóta og uppbyggingar á Hegranesvegi og Reykjastrandarvegi og leggur áherslu á að ekki verði frekari bið og nauðsynlegum vegabótum verði sinnt og vegirnir byggðir upp eins og þarf og lagt á þá bundið slitlag. Viðhaldi veganna hefur verið stórlega

ábótavant undanfarin ár þrátt fyrir stóraukna umferð og ástand þeirra afar slæmt og vegirnir beinlínis hættulegir.