Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umhverfisdagar 2017
Málsnúmer 1705016Vakta málsnúmer
2.Matslýsing kerfisáætlunar Landsnets 2017-2026 - kynning
Málsnúmer 1705024Vakta málsnúmer
Lagður var fram til kynnningar tölvupóstur frá Landsneti þar sem kynnt er matslýsing kerfisáætlunar 2017 til 2026.
Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets og er frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna til og með 30. maí 2017.
Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets og er frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna til og með 30. maí 2017.
3.Fyrirspurn og svör um viðhald og uppbyggingu Reykjastrandarvegar og Hegranesvegar
Málsnúmer 1704188Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar þingskjal 635 vegna 346. máls á 146. löggjafarþingi 2016-2017, svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um þrjá
tengivegi; Hegranesveg nr. 764, Reykjastrandarveg 748 og Vatnsnesveg nr. 711.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skorar á samgönguráðherra og Alþingi að tryggja nauðsynlega fjármuni til vegabóta og uppbyggingar á Hegranesvegi og Reykjastrandarvegi og leggur áherslu á að ekki verði frekari bið og nauðsynlegum vegabótum verði sinnt og vegirnir byggðir upp eins og þarf og lagt á þá bundið slitlag. Viðhaldi veganna hefur verið stórlega
ábótavant undanfarin ár þrátt fyrir stóraukna umferð og ástand þeirra afar slæmt og vegirnir beinlínis hættulegir.
tengivegi; Hegranesveg nr. 764, Reykjastrandarveg 748 og Vatnsnesveg nr. 711.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skorar á samgönguráðherra og Alþingi að tryggja nauðsynlega fjármuni til vegabóta og uppbyggingar á Hegranesvegi og Reykjastrandarvegi og leggur áherslu á að ekki verði frekari bið og nauðsynlegum vegabótum verði sinnt og vegirnir byggðir upp eins og þarf og lagt á þá bundið slitlag. Viðhaldi veganna hefur verið stórlega
ábótavant undanfarin ár þrátt fyrir stóraukna umferð og ástand þeirra afar slæmt og vegirnir beinlínis hættulegir.
4.Fundagerðir 2017 - Hafnasamb. Íslands
Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar 394. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir ósk hafnasambandsins að gerður verði samningur við hafnirnar um greiðslu fyrir þá þjónustu sem þær veita ríkinu með vigtun og skráningu sjávarafla í þágu fiskveiðistjórnunarkerfi ríkisins.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir ósk hafnasambandsins að gerður verði samningur við hafnirnar um greiðslu fyrir þá þjónustu sem þær veita ríkinu með vigtun og skráningu sjávarafla í þágu fiskveiðistjórnunarkerfi ríkisins.
5.Fundagerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Nl.v
Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer
Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 20. desember 2016 lögð fram til kynningar.
6.Ársfundur Umhverfisstofnunar 2017
Málsnúmer 1704204Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:50.
Formanni og sviðstjóra falið að ræða við markaðs- og kynningarsvið sveitarfélagsins til að koma með tillögur um framkvæmd og kynningu á átakinu.