Fara í efni

Samningur um gamla bæinn í Glaumbæ

Málsnúmer 1705150

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 46. fundur - 29.05.2017

Tekið fyrir erindi frá Þjóðminjasafni Íslands þar sem samningi á milli safnsins og Byggðasafns Skagfirðinga er sagt upp en jafnframt óskað eftir viðræðum um nýjan samning. Þar yrði m.a. tekið tillit til varðveislu bæjarins og þess að hluti aðgangseyris að bænum renni til viðhalds og varðveislu hans.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd staðfestir móttöku uppsagnar samningsins og fagnar viðræðum um starfsemina í Glaumbæ, rekstur hennar og framtíðaruppbyggingu á svæðinu.