Fara í efni

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum - beiðni um slátt

Málsnúmer 1706028

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 245. fundur - 21.06.2017

Hestamannafélagið Skagfirðingur hefur farið þess á leit að Sveitarfélagið sjái um grasslátt á mönum á keppnissvæði hestaíþrótta að Hólum í tengslum við Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum í júlí 2017.
Félags- og tómstundanefnd telur ekki fært að verða við erindinu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 787. fundur - 29.06.2017

Lagt fram erindi frá formanni Hestamannafélagsins Skagfirðings með ósk um aðstoð við að halda Íslandsmót barna og unglinga að Hólum í Hjaltadal. Óskað er eftir að fá afnot af Barnaskólanum á Hólum yfir mótsdagana fyrir mötuneyti starfsmanna og keppenda. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið aðstoði með slátt á áhorfendabrekkum.
Byggðarráð samþykkir beiðni Hestamannafélagsins Skagfirðings.