Fara í efni

Sýnataka á heitu vatni úr Borgarmýrum

Málsnúmer 1706105

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 19.06.2017

Skagafjarðarveitur fengu Íslenskar Orkurannskóknir til að taka sýni úr hitaveituvatni úr Borgarmýrum við Sauðárkrók og gera á því greiningu eins og um kalt neysluvatn væri að ræða. Niðurstöður greiningar eru í stuttu máli þær að efnainnihald heita vatnsins er í velflestum tilfellum vel innan þeirra marka sem neysluvatnsreglugerðin setur. Frá þessu eru þó þrjár undantekningar; sýrustig, lykt (af brennisteinsvetni) og flúoríð sem öll eru örlítið yfir mörkum fyrir neysluvatn.
Í niðurlagi skýrslunnar segir að ekki sé hægt að mæla með hitaveituvatni til drykkjar eða almennrar neyslu. Hins vegar getur heilbrigðisnefnd gefið leyfi til takmarkaðrar notkunar, til dæmis til matvælaframleiðslu.