Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

39. fundur 19. júní 2017 kl. 14:00 - 15:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi.
Framkvæmdir hófust 22. maí sl. og er búið að leggju um 5,5km af stállögnum.
Verktaki við verkið er Vinnuvélar Símonar ehf.

2.Ísland Ljóstengt - lagning ljósleiðara frá Marbæli til Sauðárkróks

Málsnúmer 1706104Vakta málsnúmer

Þann 15. maí sl. voru opnuð tilboð í verkið "Lagning ljósleiðara, Marbæli - Sauðárkrókur"
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið;
Vinnuvélar Símonar ehf. 29.525.040.-
Vélaþjónustan Messuholti ehf. 85.666.990.-

Kostnaðaráætlun verksins var 35.600.300.-

Veitunefnd samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símona ehf. og felur sviðstjóra að ganga frá samningi vegna verksins.

3.Vatnsveita á Steinsstöðum - möguleg stækkun dreifikerfis SKV

Málsnúmer 1503103Vakta málsnúmer

Sviðsstjóra hafa borist nokkrar fyrirspurnir varðandi möguleika á því að tengja íbúðar- og sumarhús ofan Steinsstaðahverfis við vatnsveitu Skagafjarðarveitna.
Veitunefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

4.Útsýnisskilti á Reykjarhól

Málsnúmer 1706102Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram til kynningar tillögur frá Varmahlíðarstjórn að útsýnisskiltum á Reykjarhól við Varmahlíð. Um er að ræða tvö "panorama" skilti með ljósmynd þar sem fjöll og helstu örnefni koma fram.
Gert er ráð fyrir að skiltin séu staðsett ofan á heitavatnstanki Skagafjarðarveitna.
Veitunefnd samþykkir uppsetningu umræddra skilta í samráði við Skagafjarðarveitur.

5.Skagafjarðarveitur - svæði utan 5 ára framkvæmdaáætlunar

Málsnúmer 1702114Vakta málsnúmer

Í kjölfar kynningarfundar með íbúum og landeigendum á norðanverðu Hegranesi, Reykjaströnd ásamt Skarði og Veðramóti og Efribyggð voru send út bréf til þess að kanna áhuga á viðkomandi svæðum á mögulegri lagningu hitaveitu um svæðin. Alls voru send út um 38 bréf og hefur til þessa 21 bréfi verið svarað og eru öll svörin jákvæð að einu undanskildu.

6.Sýnataka á heitu vatni úr Borgarmýrum

Málsnúmer 1706105Vakta málsnúmer

Skagafjarðarveitur fengu Íslenskar Orkurannskóknir til að taka sýni úr hitaveituvatni úr Borgarmýrum við Sauðárkrók og gera á því greiningu eins og um kalt neysluvatn væri að ræða. Niðurstöður greiningar eru í stuttu máli þær að efnainnihald heita vatnsins er í velflestum tilfellum vel innan þeirra marka sem neysluvatnsreglugerðin setur. Frá þessu eru þó þrjár undantekningar; sýrustig, lykt (af brennisteinsvetni) og flúoríð sem öll eru örlítið yfir mörkum fyrir neysluvatn.
Í niðurlagi skýrslunnar segir að ekki sé hægt að mæla með hitaveituvatni til drykkjar eða almennrar neyslu. Hins vegar getur heilbrigðisnefnd gefið leyfi til takmarkaðrar notkunar, til dæmis til matvælaframleiðslu.

7.Ísland Ljóstengt - áframhaldandi uppbygging ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði.

Málsnúmer 1703007Vakta málsnúmer

Rætt um áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðara í dreifbýli.
Sviðsstjóra falið að ræða við Mílu.
Samþykkt að bjóða út síðustu áfanga Ísland ljóstengt 2017 í Skagafirði.

Fundi slitið - kl. 15:20.