Lagt var fram erindi frá siglingasviði Vegagerðarinnar vegna nýrrar samgönguáætlunar 2018 til 2021. Í erindinu er óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir. Árið 2014 sótti sveitarfélagið Skagafjörður um framlög úr ríkissjóði vegna sex verkefna og komst eitt verkefni á samgönguáætlun, varnargarður við smábátahöfn og lauk framkvæmdum við garðinn á síðasta ári. Sviðstjóra er falið að endurnýja umsókn frá árinu 2014 og bæta við dýpkun í Sauðárkrókshöfn og kanna möguleika á framlögum til sjóvarna við Kolkuós og Móskóga.
Í erindinu er óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir.
Árið 2014 sótti sveitarfélagið Skagafjörður um framlög úr ríkissjóði vegna sex verkefna og komst eitt verkefni á samgönguáætlun, varnargarður við smábátahöfn og lauk framkvæmdum við garðinn á síðasta ári.
Sviðstjóra er falið að endurnýja umsókn frá árinu 2014 og bæta við dýpkun í Sauðárkrókshöfn og kanna möguleika á framlögum til sjóvarna við Kolkuós og Móskóga.