Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, sat 1. lið fundar þar sem almennt var rætt um umhverfismál í Sveitarfélaginu.
1.Umhverfisdagar 2017
Málsnúmer 1705016Vakta málsnúmer
Dagana 6. til 11. júní sl. voru haldnir umhverfisdagar í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem íbúar á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu voru hvattir til að fegra umhverfið með því að tína rusl í poka sem bornir voru út á hvert heimili.
Átakið hefur skilað takmörkuðum árangri og verður framkvæmd þess endurskoðuð fyrir næsta vor.
Átakið hefur skilað takmörkuðum árangri og verður framkvæmd þess endurskoðuð fyrir næsta vor.
2.Fjögurra ára samgönguáætlun v/ hafna- og sjóvarnaframkvæmda
Málsnúmer 1706159Vakta málsnúmer
Lagt var fram erindi frá siglingasviði Vegagerðarinnar vegna nýrrar samgönguáætlunar 2018 til 2021.
Í erindinu er óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir.
Árið 2014 sótti sveitarfélagið Skagafjörður um framlög úr ríkissjóði vegna sex verkefna og komst eitt verkefni á samgönguáætlun, varnargarður við smábátahöfn og lauk framkvæmdum við garðinn á síðasta ári.
Sviðstjóra er falið að endurnýja umsókn frá árinu 2014 og bæta við dýpkun í Sauðárkrókshöfn og kanna möguleika á framlögum til sjóvarna við Kolkuós og Móskóga.
Í erindinu er óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir.
Árið 2014 sótti sveitarfélagið Skagafjörður um framlög úr ríkissjóði vegna sex verkefna og komst eitt verkefni á samgönguáætlun, varnargarður við smábátahöfn og lauk framkvæmdum við garðinn á síðasta ári.
Sviðstjóra er falið að endurnýja umsókn frá árinu 2014 og bæta við dýpkun í Sauðárkrókshöfn og kanna möguleika á framlögum til sjóvarna við Kolkuós og Móskóga.
3.Fundagerðir 2017 - Hafnasamb. Íslands
Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar 395. fundargerð Hafnasambands Íslands.
4.Útsýnisskilti á Reykjarhól
Málsnúmer 1706102Vakta málsnúmer
Lagðar voru fram til kynningar tillögur frá Varmahlíðarstjórn að útsýnisskiltum á Reykjarhól við Varmahlíð. Um er að ræða þrjú "panorama" skilti með ljósmynd þar sem fjöll og helstu örnefni koma fram. Gert er ráð fyrir að skiltin séu staðsett ofan á heitavatnstanki Skagafjarðarveitna.
Veitunefnd hefur samþykkt uppsetningu umræddra skilta í samráði við Skagafjarðarveitur en erindið býður umsagnar skipulags- og bygginganefndar.
Veitunefnd hefur samþykkt uppsetningu umræddra skilta í samráði við Skagafjarðarveitur en erindið býður umsagnar skipulags- og bygginganefndar.
5.Soroptimistaklúbbur - samningur um umhverfisverðlaun
Málsnúmer 1706209Vakta málsnúmer
Lagt var fram erindi frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar vegna framlengingar á samningi um umhverfisverðlaun.
Í júní 2013 var samþykkt að framlengja samning um umhverfisverðlaun við Soroptimistaklúbbinn um 3 ár og er sá samningur því útrunninn.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá nýjum 3ja ára samning við Soroptimista og að styrkupphæð hækki um 50 þúsund frá því sem verið hefur.
Í júní 2013 var samþykkt að framlengja samning um umhverfisverðlaun við Soroptimistaklúbbinn um 3 ár og er sá samningur því útrunninn.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá nýjum 3ja ára samning við Soroptimista og að styrkupphæð hækki um 50 þúsund frá því sem verið hefur.
6.Gámastöðvar í dreifbýli - úrbætur
Málsnúmer 1503180Vakta málsnúmer
Unnið er að hönnun gámastöðvar við Varmahlíð og stefnt er á að bjóða framkvæmdina út í haust.
Fundi slitið - kl. 14:05.