Fara í efni

Viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagfjarðar

Málsnúmer 1706188

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 786. fundur - 22.06.2017

Vignir Sveinsson oddviti Skagabyggðar sat fundinn undir dagskrárlið 1.
Sveitarfélögin, Sveitarfélagið Skagafjörður og Skagabyggð, hafa átt í óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga.
Sveitarfélögin hafa nú sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast.

Sveitarfélögin á starfssvæði SSNV sem hafa áhuga á að ræða kosti enn stærri sameiningar við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð, eru boðin velkomin til viðræðna á sameiginlegan fund sveitarfélaganna sem boðað verður til í byrjun júlí.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 788. fundur - 06.07.2017

Lagt fram bréf frá oddvita Akrahrepps þar sem fram kemur að Akrahreppur ætlar að taka þátt í viðræðum um sameiningu Sv. Skagafjarðar, Skagabyggðar og Akrahrepps.

Byggðarráð fagnar þátttöku Akrahrepps í sameiningarviðræðum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar.

Byggðarráð samþykkir jafnframt að stofna sameiningarnefnd þar sem sæti eiga að hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar oddvitar allra flokka í sveitarstjórn.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða fulltrúa sveitarfélaganna til fundar við fyrsta tækifæri.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 789. fundur - 17.07.2017

Sveitarfélagið Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður boðuðu til kynningafundar vegna fyrirhugaðra viðræðna um sameiningu sveitarfélaga mánudaginn 17.júlí 2017. Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt komu sína:
Akrahreppur og Húnaþing vestra.