Fara í efni

Erindi frá Náttúruverndarsamtökum Ísl. og aðgerðarhópi í loftlagsmálum

Málsnúmer 1706251

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 130. fundur - 18.08.2017

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og aðgerðarhópi í loftslagsmálum. Erindinu er beint til Hafnasambands sem síðan sendi beiðnina á aðildahafnir sínar. Erindið er áskorun til fulltrúa aðildarríkja hjá alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO), að grípa nú þegar til markvissra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna siglinga, einkum í norðurhöfum. Aðgerðirnar fela m.a. í sér að banna notkun svartolíu sem eldsneytis á skip innan norðurslóða og að skilgreina svæðið norðan 60. breiddargráðu sem ECA svæði (Emission Controlled Area).
Nefndin tekur jákvætt í áskorunina en frestar afgreiðslu þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.