Fara í efni

Þjórsárver - friðlýsing

Málsnúmer 1707017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 790. fundur - 24.07.2017

Lagt fram frá Umhverfisráðuneyti drög að auglýsingu um friðland í Þjórsárverum. Umhverfisráðherra hefur ákveðið að taka upp að nýju vinnu við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum sem fyrirhugað var að ljúka í júní 2013.

Tillagan er send að nýju til viðkomandi sveitarfélaga til umsagnar en vakin er athygli á að ný náttúruverndarlög, nr. 60/2013, tóku gildi 15. nóvember 2015. Í ljósi þess hafa breytingar verið gerðar á texta auglýsingarinnar hvað varðar tilvísanir til laga auk þess sem lagt er til að nýtt ákvæði bætist við er fjallar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar í samræmi við ákvæði nýju laganna. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi friðlýsingarskilmála er þrír mánuðir frá dagsetningu þessa bréfs. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um friðlýsingu svæðisins að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Umhverfisráðherra hefur í samræmi við Náttúruverndaráætlun 2009-2013, þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Málið lagt fram, umsögn þarf að berast til ráðuneytis fyrir 3.október n.k.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 130. fundur - 18.08.2017

Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðandi stækkun friðlands í Þjórsárverum ásamt drögum að auglýsingu þar að lútandi.
Tillagan er send að nýju til viðkomandi sveitarfélaga til umsagnar en vakin er athygli á að ný náttúruverndarlög, nr. 60/2013, tóku gildi 15. nóvember 2015. Í ljósi þess hafa breytingar verið gerðar á texta auglýsingarinnar hvað varðar tilvísanir til laga auk þess sem lagt er til að nýtt ákvæði bætist við er fjallar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar í samræmi við ákvæði nýju laganna. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi friðlýsingarskilmála er þrír mánuðir frá dagsetningu þessa bréfs. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um friðlýsingu svæðisins að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Umhverfisráðherra hefur í samræmi við Náttúruverndaráætlun 2009-2013, þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Málið lagt fram, umsögn þarf að berast til ráðuneytis fyrir 3.október n.k.