Fara í efni

Sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði vegna tekna af skatti á fjármálafyrirtæki

Málsnúmer 1707082

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 789. fundur - 17.07.2017

Lögð fram sundurliðun á greiðslum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á bankaskatti.
Hlutverk, regluverk og lagaumgjörð jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er skýr. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur bent á að ekki sé hafið yfir vafa hvort sú ráðstöfun á fjármagni sjóðsins samræmist þeim ramma sem sjóðnum er ætlað að vinna eftir. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gagnrýnir fyrirliggjandi skiptingu fjármagns og forsendur hennar og vill láta reyna á réttmæti nýrra laga og afturvirkni þeirra.