Fara í efni

Umsagnarbeiðni niðurlagning vita

Málsnúmer 1708080

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 130. fundur - 18.08.2017

Lögð var fyrir fundinn umsagnarbeiðni frá Vegagerðinni vegna niðurlagningu vita. Beiðninni er beint til Hafnasambands sem síðan sendi beiðnina á aðildahafnir sínar.
Í erindinu eru tillögur samráðshóps um vitamál um að leggja niður og afskrá 7 vita.
Straumnesviti nyrðri er einn vitanna sem lagt er til að lagðir verða niður. Í erindinu segir að í dag séu engar siglingar á þessu svæði og vitinn því talinn óþarfur.
Nefndin er ósátt við tillöguna um að leggja niður vitann og óskar eftir frekari upplýsingum um hvað það felur í sér að leggja hann niður og ef af því verður hvernig verður skilið við vitann og umhverfi hans.