Fara í efni

Kiwanishúsið

Málsnúmer 1709169

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 795. fundur - 12.10.2017

Sveitarfélagið Skagafjörður keypti fasteignina við Eyrarveg 14 fnr: 213-1397 af Kiwanisklúbbnum Drangey til flutnings árið 2013. Húsið hefur ekki verið fært ennþá og hefur nú Siglingaklúbburinn Drangey óskað eftir því að fá afnot af húsinu og það verði fært að núverandi smábátahöfn þar sem það fengi það hlutverk að styðja við uppbyggingu mannlífs við höfnina, tengdu frítíma og útivist, fræðslu og útikennslu og þjónustu er því tengdu og yrði í umsjá siglingaklúbbsins.
Byggðarráð samþykkir að húsið verði flutt og að veita Siglingaklúbbnum Drangey afnot af húsinu gegn því að öll tilskilin leyfi fáist.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 137. fundur - 23.03.2018

Hallbjörn Ægir Björnsson frá Siglingaklúbbnum Drangey kom á fund nefndarinnar og kynnti hugmyndir klúbbsins um uppbyggingu við smábátahöfnina. Byggðarráð hefur samþykkt að hús við Eyrarveg 14, sem áður var í eigu Kiwanisklúbbsins Drangey, verði flutt að smábátahöfninni og siglingaklúbbnum verði veitt afnot af húsinu gegn því að öll tilskilin leyfi fáist.
Nefndin tekur mjög vel í hugmyndir klúbbsins og felur sviðstjóra að vinna að umsókn til skipulags- og bygginganefndar varðandi flutning hússins.