Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

137. fundur 23. mars 2018 kl. 14:00 - 15:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson aðalm.
  • Jón Gísli Jóhannesson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Hallbjörn Ægir Björnsson, frá Siglingaklúbbnum Drangey og Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnavörður, sátu 1. lið fundarins.

1.Kiwanishúsið

Málsnúmer 1709169Vakta málsnúmer

Hallbjörn Ægir Björnsson frá Siglingaklúbbnum Drangey kom á fund nefndarinnar og kynnti hugmyndir klúbbsins um uppbyggingu við smábátahöfnina. Byggðarráð hefur samþykkt að hús við Eyrarveg 14, sem áður var í eigu Kiwanisklúbbsins Drangey, verði flutt að smábátahöfninni og siglingaklúbbnum verði veitt afnot af húsinu gegn því að öll tilskilin leyfi fáist.
Nefndin tekur mjög vel í hugmyndir klúbbsins og felur sviðstjóra að vinna að umsókn til skipulags- og bygginganefndar varðandi flutning hússins.

2.Háeyri 2 - umsókn um breytingu á lóð.

Málsnúmer 1803128Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar samþykkt Skipulags- og byggingarnefdnar á erindi varðandi stofnun lóðar og uppsetningu spennistöðvar á lóðinni við Háeyri 2. Stærð lóðarinnar er 42m2 og mun RARIK koma upp spennistöð á lóðinni. Uppsetning spennistöðvarinnar er nauðsynleg til að anna aukinni raforkunotkun skipa í Sauðárkrókshöfn.

3.Samþykkt stjórnar sambandsins um skýrslu nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands

Málsnúmer 1712030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Lokun á skarði í Bæjarmöl við Höfðavatn

Málsnúmer 1803170Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá landeigendum við Höfðavatn á Höfðaströnd. Í erindinu kemur fram að í aftakaveðri þann 7. desember 2015 hafi há sjávarstaða og mikil ölduhæð gert það að verkum að Bæjarmöl rofnaði á um 70m kafla og síðan þá hafi sjór borist óhindrað inn í Höfðavatn. Skarðið hefur síðan breikkað stöðugt og er nú orðið 170m breitt. Í erindinu óska landeigendur eftir stuðningi Sveitarfélagsins upp á 1 milljón króna vegna tilfærslu á efni á Bæjarmöl til þess að loka skarðinu. Heildarkostnaður vegna verksins er áætlaður 6,5 til 7 milljónir.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggðarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun.

5.Gámasvæði í Varmahlíð - útboðsverk

Málsnúmer 1801272Vakta málsnúmer

Lagðar voru fyrir fundinn teikningar frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. vegna sorpmóttökusvæðis í Varmahlíð ásamt kostnaðaráætlun verksins. Hönnun gerir ráð fyrir að á svæðinu verði 6 opnir gámar fyrir sorp og fleiri minni gámar fyrir spilliefni, rafgeyma, raftæki o.fl. Steyptir verða stoðveggir við gáma til að auðvelda losun í þá. Gert er ráð fyrir að svæðið verði afgirt og læst en opið á fyrirfram ákveðnum tímum. Einn gámur fyrir almennt óflokkað heimilissorp verði aðgengilegur utan opnunartíma.
Sviðsstjóra er falið að bjóða verkið út þegar útboðsgögn liggja fyrir.

6.Borgarland og Borgarflöt - gatnagerð 2018

Málsnúmer 1803211Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn útboðsgögn vegna gatnagerðar í iðnaðarhverfi á Sauðárkróki. Um er að ræða hliðargötu við Borgarflöt ásamt framlengingu á Borgarlandi. Sviðsstjóra er falið að bjóða út verkið.

7.Sauðárgil - hönnun og skipulag

Málsnúmer 1803212Vakta málsnúmer

Lagðar voru fyrir fundinn til kynningar tillögur að skipulagi á útivistarsvæði í og við Sauðárgil á Sauðárkróki ásamt frumhugmyndum af útikennslusvæði neðarlega í gilinu. Tillögurnar eru unnar af Arnari Birgi Ólafssyni, landslagsarkitekt á Teiknistofu Norðurlands.
Sviðstjóra falið að halda áfram vinnu við tillögurnar í samráði við garðyrkjustjóra og fulltrúa Árskóla.

Fundi slitið - kl. 15:30.