Fara í efni

Skilaboð frá Markaðsstofu Norðurlands og flugklasanum Air 66N

Málsnúmer 1710127

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 797. fundur - 26.10.2017

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Markaðsstofu Norðurlands og flugklasanum Air 66N. Þar segir m.a.:
Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn AIR 66N hafa um árabil unnið að því markmiði klasans að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Nú í janúar og febrúar mun ferðaskrifstofan Super Break í Bretlandi fljúga 2svar í viku frá Bretlandi til Akureyrar, samtals 14 flug á 7 vikum.

Enn eru þó hindranir í veginum m.a. sú að eldsneyti fyrir flugvélar í millilandaflugi er dýrara á Akureyri en í Keflavík. Ástæðan er sú að kostnaði við flutning á eldsneytinu sem er öllu skipað upp í Helguvík er bætt ofan á grunnverð og þannig verður eldsneytið dýrara eftir því sem lengra dregur frá Helguvík.

Það er mjög mikilvægt að ná betri dreifingu ferðamanna um landið allt. Til þess þarf að byggja upp fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug en Keflavík.