Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2018 - málaflokkur 02

Málsnúmer 1711217

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 248. fundur - 23.11.2017

Fjárhagsáætlun fyrir almenna og sértæka félagsþjónustu lögð fram til fyrri umræðu. Lagt er til að nefndarmenn og starfsmenn vinni áfram með áætlunina og leggi fyrir næsta fund og síðari umræðu.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 249. fundur - 30.11.2017

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02, félagsþjónustu lögð fram til seinni umræðu í nefndinni. Félags og tómstundanefnd samþykkir áætlunina en ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa.Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Fulltrúar í byggðarráði sveitarfélagsins, Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir og Bjarni Jónsson sátu fundinn undir þessum lið, ásamt Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra.