Skipulags- og byggingarnefnd - 314
Málsnúmer 1712014F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 363. fundur - 23.01.2018
Fundargerð 314. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 314 Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2017 var samþykkt að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Sveitarstjórn taldi þörf á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þurfi að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð. Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd.
Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnin drög að aðalskipulagsbreytingu, dagsett 20. nóvember 2017, sem farið var yfir á fundinum.
Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti.
Bókun fundar Afgreiðsla 314. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.