Fara í efni

Samstarfssamningar sveitarfélaga beiðni um upplýsingar

Málsnúmer 1801244

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 816. fundur - 22.02.2018

Lagt fram bréf dagsett 25. janúar 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi öflun heildstæðra upplýsinga frá sveitarfélögunum í landinu um samstarfssamninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga og jafnframt leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum. Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um alla núgildandi samstarfssamninga sem Sveitarfélagið Skagafjörður á aðild að og afritum af þeim. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 820. fundur - 15.03.2018

Málið áður á dagskrá 816. fundar byggðarráðs þann 22. febrúar 2018. Lagt fram bréf dagsett 25. janúar 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi öflun heildstæðra upplýsinga frá sveitarfélögunum í landinu um samstarfssamninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga og jafnframt leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum. Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um alla núgildandi samstarfssamninga sem Sveitarfélagið Skagafjörður á aðild að og afritum af þeim. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sjá um að ráðuneytinu verði sendir þeir samstarfssamningar sem sveitarfélagið er aðili að. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við núverandi ákvæði í sveitarstjórnarlögum um samstarf sveitarfélaga.