Fara í efni

Þörf fyrir þriggja fasa rafmagn - Starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli

Málsnúmer 1802084

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 815. fundur - 15.02.2018

Lagt fram bréf dagsett 8. febrúar 2018 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til sveitarstjórna, þar sem tilkynnt er um skipan starfshóps til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Leitað er til sveitarstjórna og þær beðnar um að veita upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að gagnaöflun vegna þessa erindis verði unnin.