Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskar sveitarfélaga, dagsett 5. febrúar 2018 þar sem kynnt er eftirfarandi bókun og samþykkt stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. janúar 2018: "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félaga sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að félög sýni fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu. Séu slíkar reglur nú þegar til staðar hvetur stjórn sambandsins sveitarfélög til að yfirfara sínar stefnur með þetta í huga. Byggðarráð tekur undir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að óska eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra Ungmennasambands Skagafjarðar.
Byggðarráð tekur undir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að óska eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra Ungmennasambands Skagafjarðar.