Tillaga - Aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi
Málsnúmer 1802196
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 820. fundur - 15.03.2018
Lögð fram drög að bréfi til Byggðastofnunar og ráðuneyti byggðamála varðandi aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 831. fundur - 05.07.2018
Lagt fram svar frá Byggðastofnun dagsett 26.júní 2018 við bréfi frá 15.mars 2018 varðandi beiðni frá Sveitarfélaginu Skagafirði um aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi. Í bréfinu kemur m.a. fram að ekki sé mögulegt að taka Hofsós inn í verkefnið "Brothættar byggðir" nú. Jafnframt segir að fulltrúar Byggðastofnunar séu reiðubúnir að eiga samtal við sveitarstjórn um hugmyndir sveitarstjórnarfólks, íbúa og annarra haghafa um framtíðarsýn fyrir Hofsós.
Byggðarráð þakkar fyrir svarið en lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu atvinnumála í Hofsós og nágrenni og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Byggðastofnunar.
Byggðarráð þakkar fyrir svarið en lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu atvinnumála í Hofsós og nágrenni og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Byggðastofnunar.
Byggðaráð samþykkir að hleypa af stað atvinnuþróunarátaki á Hofsósi til að fjölga þar atvinnutækifærum og efla byggð. Jafnframt mun sveitarfélagið beita sér fyrir því að úthlutað verði sérstökum byggðakvóta til Hofsóss til að tryggja framtíð smábátaútgerðar á staðnum sem nú stendur höllum fæti og frekara svigrúm verði veitt til sjóstangveiði á Skagafirði. Ennfremur óskar sveitarfélagið eftir samvinnu við Byggðastofnun og ráðuneyti byggðamála um tafarlausar aðgerðir til að sporna við byggðaröskun og fólksfækkun á Hofsósi.
Greinargerð:
Síðustu ár hafa verið erfið fyrir byggð á Hofsósi. Þjónusta hefur dregist saman og atvinnutækifærum fækkað. Sjávarútvegur var lengi undirstöðuatvinnuvegur og hefur að nokkru haldið velli til skamms tíma. Nú eru hinsvegar blikur á lofti um að sjósókn og þjónusta við báta sem leggja upp á Hofsósi geti að mestu lagst af að óbreyttu. Skortur á aflaheimildum, skerðingar á byggðakvóta og nýleg einhliða aflétting sjávarútvegsráðuneytis á friðun á innanverðum Skagafirði fyrir dragnótarveiði, hafa skapað mjög alvarlega stöðu fyrir byggðina.
Skjótvirkasta leiðin til úrbóta er að auka strax við byggðakvóta en hann hefur dregist mjög saman þrátt fyrir almennar aukningar á veiðiheimildum. Jafnframt þarf að tryggja að forsendur verði fyrir því að þjónusta báta sem vilja landa á Hofsósi, líkt og verið hefur. Samhliða þarf að vinna að því að fjölga atvinnutækifærum á fleiri sviðum á Hofsósi og kynna og skapa skilyrði fyrir fyrirtæki að byggja þar upp starfsemi sína.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Sigurjón Þórðarson K lista
Byggðarráð samþykkir tillöguna.