Staða leikskólamála á Hofsósi og uppbygging á nýjum leikskóla
Málsnúmer 1802207
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 816. fundur - 22.02.2018
Að ósk Bjarna Jónssonar V-lista, var þessi dagskrárliður settur á dagskrá fundarins til að ræða stöðu leikskólamála á Hofsósi. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og sagði frá að búið væri að vinna frumdrög að innanhússbreytingum í grunnskólahúsnæðinu ásamt viðbyggingu fyrir leikskóla. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum. Byggðarráð er sammála um mikilvægi þess að hraða þessu verki.