Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 55

Málsnúmer 1803003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 365. fundur - 21.03.2018

Fundargerð 55. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Ásta Björg Pálmadóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Gunnsteinn Björnsson, Sigurjón Þórðarson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 55 Undir þessum dagskrárlið kom Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður til fundar við atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ræða um endurnýjun samnings á milli Þjóðminjasafnsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur gamla bæjarins í Glaumbæ. Nefndin samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 55 Málið áður á dagskrá 54. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 9. febrúar 2018. Undir þessum dagskrárlið komu til viðræðu Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Íris Jónsdóttir og kynntu fyrir nefndinni hugmyndir um mögulega starfsemi í húsnæði Sólgarðaskóla og stofnun starfshóps þar um.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi og tilnefna tvo fulltrúa í starfshóp.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 55 Lögð fram til kynningar Fjölmiðlaskýrsla 2017 þar sem fram kemur tölulegt yfirlit um umfjöllum fjölmiðla á Íslandi um Sveitarfélagið Skagafjörð. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.